Elskulegir vinir og vandamenn nær og fjær.
Við óskum ykkur gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla. Vonum að fólk hafi gengið hægt um gleðinnar dyr. Það gerði ég allavega, veit reyndar ekki með samferðakonur mínar. Þær eru til
alls líklegar.
Í dag eru aðeins 4 dagar þar til við leggjum í reisuna miklu og enn á eftir að plana og redda ýmsu. En engar áhyggjur, allt verður ready kl. 9:00 á þriðjudagsmorgun þegar fyrsta vélin af þrem (í fyrsta áfanga) fer í loftið.
Ég er allavega ekki stressuð...að minnsta kosti ekki í dag. Ætla bara að halda áfram að vera á náttfötunum og njóta þess að gera ekki neitt.
Kv. Sæsa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Sælar stúlkur
Ég rakst á síðuna ykkar á bakpokinn.com
Er alltaf svo glöð þegar ég sé að við erum ekki þau einu sem leggjum í svona reisu í kreppunni!
Allavega þá erum við að fara 5 saman í heimsreisu líka. Við leggjum í hann þann 5.jan og er ferðaplandið okkar mjög svipað ykkar.
Gæti verið gaman að vera eitthvað í bandi og skiptast á góðum ferðaráðum o.s.frv.
farfuglar.bloggar.is
elisabet2388@hotmail.com
kveðja Elísabet
ji, þið eruð bara alveg að fara! ég hlakka meeega til að lesa um ævintýr og gleði og glaum og háska og hamingju.
SiggaFanney
Ég á eftir að vera daglegur gestur á þessari síðu. Var sjálf að koma af þessum slóðum og þetta er bara æðislegt. Mæli með Ko Phangan sem er eyja í suður tælandi og ég mundi gefa mér nægan tíma í suður Tælandi:)
Stella systir Halldóra
Ég var að kveðja ástkæra systur mína fyrr í kvöld og ég er ekki frá því að mér hafi vöknað um augun, kannski aðeins meira en það, það kom bara flóð af tárum;)
Ég á sko eftir að sakna ykkar stúlkur mínar og hlakka til að heyra af ykkur!
kv. Alla systir Sæju;)
My oh my! Ég er með ferðatitring í öllum líkamanum...eða er þetta afbrýðis-titringur, ég veit ekki.
Ég hlakka a.m.k. til að fylgjast með úr fjarska mínar kæru :D
Post a Comment