Í dag eru ekki nema 20 dagar þangað til við leggjum í hann.
Tíminn er svo fáranlega fljótur að líða að fyrr en varir verðum við sestar uppí flugvél á leið til Londres, en það er fyrsti áfangastaðurinn.
Þar sem jól og áramót eru á næsta leyti þá er eru enn færri virkir dagar fyrir okkur til þess að redda því sem redda þarf.
Við erum nú í nokkuð góðum málum eða svona.
Bíðum eftir að elskulegir Kínverjar veiti okkur vegabréfsáritun svo við komumst inn í landið þeirra. Hin löndin eru nú liðlegri þegar kemur að þessu og þarf ekki að sækja um það neitt fyrirfra nema jú reyndar í Ástralíu en þá áritun keyptum við með flugmiðunum...hentugt.
Höfum keypt öll flug nema flugið heim frá London í apríl. Því verður reddað.
Erum byrjaðar að byrgja okkur upp af allskyns lyfjum og þessháttar sem getur komið sér vel þegar matur og drykkir fara illa í okkur. 7,9,13 það mun ekki gerast.
Þurftum að redda okkur gistingu á tveim stöðum í Ástralíu þ.e. í Melbourne og Sidney og er Margrét svo séð að hún kynntist stúlkum þaðan í Englandi. Við fáum því að gista hjá þeim.
Leigðum svo svokallaðan campervan til þess að ferðast á frá Sidney og upp.
Bíll og ból í einu og sama tækinu. Þar með slóum við tvær flugur í einu höggi þ.e. erum með fararskjóta og gistingu í einum bíl. Hagkvæmt og þægilegt en umfram allt töff.
Plan ferðarinnar eftir að við yfirgefum Ástralíu er svolítið á huldu...fyrir okkur það er. Nýtum tímann í landi kengúranna til þess að skipuleggja það sem koma skal. Engar áhyggjur....það er ekki gott að vera ofplanaðar.
Þangað til næst.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ari
Þegiðu Ari...ekki gera gys að afbragsgóðum leiðbeiningum mínum sem eru ekki ætlaðar nördum eins og þér heldur ,,öldruðum" ættingjum.
Post a Comment