Saturday, December 6, 2008

Styttist í brottför

Í tilefni dagsins fannst mér ekki úr vegi að skella inn fyrstu færslunni.
Dagurinn er nefnilega merkilegur fyrir þær sakir að nú er mánuður í brottför vora.

Það er ekki laust við að spenningurinn sé farinn að magnast þó við séum kannski ekki alveg að átta okkur á því hve stutt er í raun veru þangað til við leggjum af stað og það er langt því frá að allt sé klárt.

Brottför er að morgni 6. janúar og ef allt fer að óskum er áætluð heimkoma 7. apríl.

Við erum ekki búnar að plana ferðina í þaula en hér til hliðar má sjá mjög gróflegt plan yfir þá staði sem við munum heimsækja.....fjölmargir eiga enn eftir að bætast á listann. Það má eiginlega segja að þetta séu borgirnar sem við fljúgum til eða frá.

Fleiri fréttir síðar.
Endilega fylgist með ævintýrum okkar:)

Sæja, Magga og Imba.

2 comments:

Anonymous said...

Prufa einn, tveir.

Anonymous said...

..