Monday, February 9, 2009

The Great Barrier Reef og Singapore

Eins og fyrri daginn lek lanid vid okkur og vid fengum frabaert vedur fyrir dagsferdina okkar ut ad the Great Barrier Reef. Solin skein a okkur og rigningin var hvergi naerri.
Vid sigldum med fyrirtaeki sem heitir Ocean Freedom og logdum i hann um 8 ad morgni. Tegar vid vorum komnar ad rifinu skelltum vid okkur i kyntokkafullu margglyttugallanna og logdum upp i okkar fyrstu snorkl ferd.
Tad var otrulega magnad hversu nalaegt rifinu vid vorum, enda sjorinn mjog grunnur a tessu svaedi, allskonar litadir fiskar syntu alveg vid hlidina a okkur og koralrifid var svo nalaegt ad madur turfti ad passa sig ad sparka ekki i tad a sundinu. Tad ad snorkla gekk lika betur en vid heldum og madur upplifdi sig sem sma hluta af sjonum eins og eg imynda mer ad kafarar upplifi sig.
Vid sigldum a tvo mismunandi stadi a rifinu og fengum ad snorkla a teim badum. I seinna skiptid var adeins lidid a daginn og farid ad baeta i vind og oldur. Eftir ferd i glerbotns-bat (tar sem vid saum m.a. skjaldboku synda undir) var okkur skutlad a hradbat ut ad rifinu. Vid vorum i bjorgunarvestum i tetta skiptid og tad reyndist snilld, madur flaut bara eins og korktappi a oldunum med hausinn ofani og naut utsynisins. Snerum svo aftur heim til Cairns seinni partinn i almennilegu roki og brjaludum sjogangi a medan starfsfolkid bar ofan i okkur sjobleytta avexti, bakkelsi og kex. Frabaer dagur!

Seinasta daginn okkar i Cairns og tar af leidandi Astraliu akvadum vid ad vera svolitid grand a tvi og forum a finan veitingastad i midbaenum sem heitir Ochre og snaeddum tar krokodil i forrett og kenguru og emu i adalrett. Allt tetta bragdadist alveg fraberlega og vid drukkum dyrindis vin med og skaludum fyrir vel heppnadri dvol i Astraliu. Eftir kvoldmat kiktum vid adeins ut a naeturlifid i Cairns. Vid hlupum berfaettar milli stada i hellidembu a milli tess sem vid donsudum til ad gleyma og reyndum ad hlyda Rosu Saeju-modur og drekka bjor... verst hvad vid vorum saddar eftir kvoldmatinn.

A laugardagsmorgun flugum vid svo til Singapore. Yndislegra flug hofum vid ekki vitad. Flugum med Quantas i risa thotu sem innihelt varla eina flugfreyju heldur heilan flota af flugthjonum sem voru hver odrum samkynhneigdari og yndislegri. Okkar flugthjonn bar svoleidis i okkur matinn og skemmti okkur milli tess med spjalli og spurningum. Fyrir utan tetta voru fullt af biomyndum og aftreyingu i bodi svo tessir rumu 7 timar lidu mjog hratt.

Komum til Singapore undir midnaetti og misstum af sidustu lestinni inn i baeinn svo vid tokum taxa tangad. Eftir sma vesen fann greyid leigubilsstjorinn hostelid okkar en tegar tangad var komid reyndist tad vera fullt svo konan sendi okkur a annad hostel. Vid vorum tvi heldur betur fegnar tegar vid loksins skridum upp i rum um nottina og svafum eins og steinar i pinulitla herberginu okkar.
Tar sem vid hofdum bara einn og halfan dag i borginni var engin miskunn daginn eftir, vid vorum a rolti um borgina i 12 tima til tess ad reyna ad na ad sja sem flest. Vid forum nidur a adalgotuna, skodudum Chinatown (tar sem vid bordudum sterkasta hadegismat sem vid hofum vitad!), forum i 5 haeda raftaekja-verslunarmidstod, roltum um arabiska hverfid og endudum um kvoldid i Little India.
Tennan dag (sunnudaginn 8. feb) var arleg hindua hatid i gangi sem heitir Thaipusam og nokkurs konar skrudganga sem stod yfir allan daginn og samanstod ad folki sem var ad uppfylla heit sin og ganga ca 3 km "pislargongu". Konurnar gengu med mjolkurker og karlar med risa skrautgrindur a hausnum sem voru naeldir i ta. Svo gengu vinir og aettingjar med og hvottu ta afram. I tilefni af tessu var Little India gjorsamlega trodin og tad adallega af karlmonnum sem okkur til mikillar skemmtunar leiddu hvorn annan milli stada.

Seinni part manudags flugum vid svo til Phuket i Thailandi tar sem okkar bidur naesti leggur ferdalagsins.

Takk enn og aftur fyrir kvedjurnar og kommentin og bestu kvedjur heim
Margret, Ingibjorg og Saeja.

11 comments:

Anonymous said...

Unaður! Ég gæfi fimmhundruðkall til að vera þarna með ykkur núna!

Kossar, Telma

Anonymous said...

Bara að kvitta. Þetta er hreint út sagt yndislegt. Algerlega. Hvernig væri nú líka að læra að gera góðar Núdels í Thai? Þeir eru sannarlega bestir í því, amk á Krua. Hlakka til að fá að heyra hvort tælensku núðlurnar standast þann samanburð.
ást, Kristjana

Anonymous said...

Unaður! Alveg væri ég til í kóralrifin og keingúruna núna;)
kv. Alla

Anonymous said...

Bestu kveðjur úr frostinu. Bið að heilsa Asíu.

Dói Margrétarbróðir.

Anonymous said...

Velkomnar til Puket. Þið hafið aldeilis skoðað margt. Vona að þið getið einhverntíma fengið ykkur einn bjór án þess að vera mjög saddar því það er best þannig. Gott að þið eruð komnar frá Ástralíu því þar er allt um koll að keyra annað hvort vegna þurrka eða rigningar eftir því hvar maður er í landinu.
Bestu kveðjur
Rósa Sæjumamma

Anonymous said...

หวังว่าฉันได้รับที่ดีการเดินทางและความดีอากาศ.
การ์ดอวยพรให้คุณทั้งหมดจากเราในประเทศเดนมาร์ก.

Kveðja Oddný

Anonymous said...

Ohhh Unaður!

Anonymous said...

Enn og aftur alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur, vonandi heldur lífið áfram að leika við ykkur.
Bless elskurnar.

Ingibjargar pabbi

Anonymous said...

Mig langar í myyyndir! Telma

Anonymous said...

Sælar
Nei þetta eru engin mistök heldur bara skrifað á minni fullkomnu Thai.

En þetta er áskorun og mörg stig í pottinum, hver ykkar er fyrst til að finna út úr því hvað þetta þýðir.

Kveðja Oddný Sæjusystir

Ps. styð þetta með myndirnar

Sæja said...

Thar sem vid erum annaladir tungumalasnillingar tha hofum vid lesid ur thessum texta og thokkum fyrir kvedjurnar fra Danaveldi. Ther ad segja systir god tha tharftu ad aefa thig betur tvi textinn var ekki setningafraedilega rettur.

Kv. Saeja