Astralia aetlar heldur betur ad kvedja okkur med stael. Her rignir eins og hellt se ur fotu og litli baerinn, Ingham, sem vid bidum vars i fyrir nokkrum dogum er nu algjorlega undir vatni samkvaemt frettum. Thjodvegur 1 hefur verid lokadur sidan a thridjudag og ekki utlit fyrir ad hann opni a naestunni. Vid erum tvi mjog heppnar ad vera komnar til Cairns tadan sem vid eigum flug a laugardaginn.
Vid komumst tvi til Cape Tribulation eins og komid hefur fram. Tar skodudum vid dyra- og plontulif regnskogarins i tvo daga. Tessi skodun for ad mestu leyti fram vid sundlaugarbakkann og a barnum i litla frumskogarthorpinu sem vid gistum i. Tar fylgdumst vid med misgafulegum heimamonnum syngja i kariokee og drekkja sorgum sinum, odrum til mikillar skemmtunar. Okkar skemmtun dvinadi eilitid thegar vid reyndum ad sofna vid OLE, OLE, OLE sungid af allskonar lyd i hatalarakerfid.
Thetta var tho fin ferd, vorum heppnar med vedur thratt fyrir skystroksspa. Vid saum litla krokodila, frumskogardreka og risa kongulaer. Smokkudum heimagerdan is ur framandi avoxtum sem vid kunnum ekki ad nefna, saum eyjuna sem Steve Irwin do a og syntum i regnskogara i hellidembu.
Skiludum Campernum i dag glansandi finum og ma segja ad vid hofum verid glansandi lika....af svita. Tad er enginn haegdarleikur ad thrifa heilan Camper i hita og raka.
Hofdum lagt ad baki 3500 km undir styrkri stjorn Ingibjargar og med adstod Saeju og Margretar aftursaetisbilstjoranna.
A morgun forum vid i dagsferd a Great Barrier Reef, ef vedur leyfir (krossum fingur). Tar aetlum vid ad borda danskt bakkelsi, drekka te, klaedast kynthokkafullum skotu- og marglyttuvarnarbuningum og snorkla. En tad sem einkennir nordurhluta Astraliu a sumrin (fyrir utan rigninguna) er gridarlegur fjoldi eitradra marglyttna. Sumar eru agnarlitlar, a staerd vid hnefa eda thumalputta en geta drepid mann a threm minutum. Thessvegna er ekki maelt med tvi ad synda i sjonum vid strondina en thad a ad vera i lagi uti a hafi.
Skelltum inn myndum fra Fraser Island, Cape Tribulation og nokkrum fra sidustu dogum okkar i Campernum.
Njotid og endilega verid dugleg ad kommenta.
Munum liklega ekki rita hingad inn fyrr en vid erum komnar til Taelands eftir helgi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
17 comments:
Æðislegt að fylgjast með ykkur! Hlakka til að heyra af ævintýrunum í Tælandi!
kv. Rósa vinkona Sæju
Brann Sæja á hnjánum?
..og
vandræðalegt ég dó út hlátri í vinnunni þegar ég sá nýju afmælisklippinguna hennar Sæju! Telma
Ekkert smá gaman hjá ykkur í sólinni. Gaman að fylgjast með ykkur stelpur mínar . Sé að þið ætlið til Pukhet eyju og langaði að segja ykkur frá nýútnefndum besta bar í heimi.
Rock City í Phuket á Taílandi er sagður besti barinn í heiminum í dag. Þetta kemur fram í grein sem kallast „Umhverfis heiminn á 80 börum“ veit ekki meir. Gangi ykkur vel og njótið ferðarinnar. Eva í 12°frosti á Fróni
Hvurslags mjóhórur og sykursætu eruð þið orðnar! You're bringin' sexy back, fó sjó!
Vildi að ég væri með ykkur að kafna úr svita, en í staðinn er ég að kafna úr hor og innanlíkamshita, uppí rúmi á Eggerts. Horfi reyndar á sólina úti. Sólina sem sleikir líkama ykkar daglega!
Eigið gott ferðalag yfir hafið og ég get bíð æst eftir fleiri fréttum/myndum!
One love,
Thelma
Ja Telma eg brann a hnjanum, svokolludum sand-salt bruna sem er saedislegur. Vid hofum allar brunnid svoleidis a mogulegum og omogulegum stodum a likamanum. Mjog toff ad vera med rauda flekki hingad og tangad.
Thelma min, lattu ter batna.
Eva. Vid tekkum a tessum bar, saum lika ad einn af efstu borunum er i Singapore. Forum ad sjalfsogdu tangad lika:)
Kv. Saeja
Ég er að elska myndirnar og ykkur! Dásamlegt alveg hreint. Vonandi komist þið til Tælands án vandræða elskurnar. Að hugsa sér ... einn þriðji búinn. Þið verðið komnar heim áður en nokkur veit af.
Jii minn:) þetta eru æðislegar myndir, mig langar að koma til ykkar bara í staðinn fyrir að vera hér í kuldanum með kvef;)
En gangi ykkur vel til Tælands og ég bið að heilsa þeim sem ég þekki;)
kv. Alla
litlu þrollar!
svona viðbjóðslega brúnar og alltaf svo sætar og brosandi..
mergjað að sjá hvað allt er skemmtilegt og gaman hjá ykkur..
meigum við koma í typpa-helgar-heimsókn? ohh namm..
okei skóli.. og kuldi.
bæ.
elzka á ykkur. mikið.
Þið elg-tönuðu tálkvendi, frábært að sjá myndir af ykkur, þetta er nú meira chill-bakpokaferðalagið ;O)
Hæ hæ elskurnar mínar.
Gaman að sjá myndirnar frá ykkur. Er ekki sumar í ástralíu eða er regntímabil þar núna. Hér í fréttum er sagt að queensland þoli ekki meiri rigningu allavega segir ríkisstjórinn það. Enginn er verri þótt hann vökni bæði að utan og inna á börunum.
kveðja Sæju mamma
Jebb, verðið að fara á Raffel's og fá ykkur Singapore Sling og maula hnetur!
One love,
Thelma
Stelpur, þið standið ykkur greinilega vel.
Verð að segja að mér finnst Margrét vera að bursta tan-keppnina. Hún fer bráðum að fá þetta dökka Miðjarðarhafslúkk sem einkennir okkur bræður hennar .
Knúsið kengúrurnar frá okkur í firðinum.
Elli & co
Guð hvað ég bið að heilsa Raffles vini mínum, náði að bonda vel við styttu af honum. Jeij, ætla að fara að skoða mynirnar. Sit einmitt í lopapeysu með kaffibolla og horfi á snjóinn! Gangi ykkur vel elskurnar:)
æjj stelpur, veriði ekki að veifa þessum sögum framan í mann! Ást og unaður til ykkar:D og gangi ykkur vel á leiðinni til Thai!
Ó þið eruð svo glæsilegar!Knús!
Hæ, bara að kasta á ykkur kveðju. Var að fletta í gegnum allar myndirnar, gaman að fylgjast með ykkur. Ég er næstum því farin að plana ferð út, öfunda ykkur þvílíkt mikið! En góða skemmtun og farið varlega, ég held áfram að fylgjast með. ;o) Kveðja Helena Hallgrímsdóttir.
Mikið er ég fegin að þið eruð komnar út úr Ástralíu núna. Það eru gífurlegir skógareldar þar þessa dagana og fullt af fólki hefur látið lífi. Svo hlakka ég mikið til að fá ferðasögur frá Asíu.
Kær kveðja úr Vesturbænum
Alex
Post a Comment