Jaeja allir ordnir spenntir fyrir nyjum sogum og myndum?? Tad eru komnar inn myndir fra filareidinni sem vid forum i, Bangkok og Chiang Mai.
Vid vorum i tvo daga i Bangkok og er hun bara typisk storborg. Forum a risamarkad tar sem sitthvad var keypt en heldum vid to otrulega aftur af okkur i kaupum. Einhverjir af teim sem lesa tetta fa kannski ad njota gods af tessari ferd (tad er ef teir eru duglegir ad commenta!).
Forum fra Bangkok med lest a manudagsmorgun, svona lika finni. Tetta var triggja klefa stalhylki sem kom okkur to a afangastad med agaetum. Halfum solarhring sidar maettum vid i Chiang Mai og hittum a tessa indaelis konu og mann hennar sem skutludu okkur inn i baeinn og keyrdu okkur um og hjalpudu okkur af finna gististad. Vid erum a tessu fina hoteli i midbaenum, nalaegt naeturmarkadnum fraega her i bae sem enn fleiri heima fa ad njota gods af.
Tess ma geta ad gatan okkar virdist vera hin finasta hjonabandsmidlun. Eins og sum ykkar hafa heyrt um er Thailand fraegt fyrir blondud sambond. Ta oft og tidum ad konan se ung og saet thailensk kona og karlmadurinn heldur eldri (ca. 30-40 arum) og oft midur myndarlegur vesturlandabui. Nu, her eru margir barir og inni a teim skaekjulega klaeddar thailenskar stulkur og perralegir hvitir kallar ad reyna vid taer. Svo ma sja og heyra her af hinum ymsu porum sem virdast hafa byrjad a tennan hatt og tvi midur virdist litil ast vera i spilinu.
I gaer skelltum vid okkur a matreidslunamskeid i thailenskum mat. Vid fengum ad velja okkur sex retti hver til ad utbua. Vid profudum allar sitthvora rettina tannig ad nu erum vid serfraedingar i 18 rettum og hofum jafnvel hugsad okkur ad setja a stofn thailenska matstofu. Vid vorum sex saman a namskeidinu og byrjudum a af fara a markadinn og kaupa i matinn. Svo eldudum vid tessa dyrindisretti (tja teir voru nu reyndar misgodir) undir styrkri stjorn kennara okkar. Tetta var algjor luxuseldamennska tvi vid hofdum svo godar adstodarkonur sem gerdu hraefnid klart fyrir okkur og voskudu allt upp.
I dag fengum vid einkabilstjora til ad keyra okkur a hina ymsu stadi. Skodudum vid t.d. safn um fjallaaettbalka Thailands og hid mikilfenglega hof Wat Pratat Doi Suthep Rachawora Wiharn. Hofid er stadsett lengst uppi a haed tar sem baedi turfti ad keyra og ganga upp ad tvi. Teir sem tottu hvad glydrulegastir i hopnum turftu ad gjora svo vel og hylja likama sinn betur og fengu tessi finu pils lanud (sja myndir).
Einnig eyddum vid um 15 minutum med tigrisdyrum i buri. Tau voru voda treytt greyin og fannst soltid heitt. Vid fengum adallega ad snerta rass og maga tar sem tau eru ekki fyrir neinar hofuststrokur. Vid vorum ekkert ad haetta a ad missa hendur i tigrisdyrsgin tannig ad vid heldum okkur vid afturendann.
A morgun aetlum vid svo ad skella okkur til Chiang Rai og tadan forum vid yfir til Laos tar sem vid munum eyda ca. viku.
Vonandi hafa allir tad huggulegt heima i kuldanum. Fyrst minnst er a tad ma geta tess ad her er eilitid svalara en i sudrinu, ollum til mikillar anaegju. Vid reyndar vitum sjaldnast hvert hitastigid er en reynum ad meta tad ut fra efrivararsvita og her myndast litid af honum...vehu!
Bestu kvedjur fra okkur ollum.
Ingibjorg
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
15 comments:
Unaðurinn!
Þið og Asía æsið mig. Love it.
Ég ætla að vona stelpur míar að þið hafið ekki náð ykkur í einhvern gamlingja þarna á þessari "hjónabandsmiðlunargötu";)
kv. Alla
vonandi fær maður að njóta þessara snilldartakta í eldhúsinu hérna heima einhvern daginn ;O)
Við tökum undir það í Hafnarfirðinum. Hverjum er ekki sama um barnsaumað silki og hágæða eftirlíkingar þegar eðal eldamennska er í boði? Við höfum hins vegar áhyggjur af því dekri ykkar að notast við aðstoðarfólk en treystum á að fylgisveinar Tante Gretchen leysi þrælsverkin.
Kyssiði, knúsiði eða kýliði sveittu hvítu kallana frá okkur.
Elli & Gellur
Fílar, tígrisdýr og matreiðslunámskeið. Ég er gjörsamlega að deyja úr öfund. Það leit heldur ekki út fyrir að þið hefðuð það slæmt í við sundlaugarbakkann.
Skemmtið ykkur vel.
Alex
Ég frétti að ef maður kommentar auki það líkurnar á að njóta góðs af markaðsleiðangrinum.
Ekki það að ég sé neitt að fiska...
Knús af klakanum.
Dói Mardíbró
Nennið þið að koma með einn svona kisa heim fyrir mig? Honum á eftir að líða vel á Reynimelnum sem 5. hjólið.
Þessi ferð lítur yndislega út! My oh my, ég ætla að kaupa mér lottó til að komast af þessu skeri. Ég er ekki frá því að ég hafi sjaldan verið eins dugleg að spila með, allt bloggi ykkar og myndum að þakka ;)
Það er bara verið að múta til að commenta hjá ykkur. En ég er nú alveg save því ég hef veri svo dugleg. Gangi ykkur allt í haginn lí Laogs knús
Sæju mamma
Loksins er ég komin í tengsl við netheiminn aftur og að sjálfsögðu var það fyrsta sem ég gerði að kíkja á ykkur og þið klikkið ekki. En þið gerið þetta rigningarlíf manns í Danmörku frekar tilbreytingarlaust með öllu því sem þið eru að upplifa.
En vildi líka vera viss um að ég væri með í talningu kommennta haha
Stelpurnar væru líka alveg til í einn kisa.
Kveðja Oddný sæjusys
Hæhæ allar.
Gaman að allt gengur vel. Aron Hafliði er búinn að fylgjast með ferðalaginu á hnettinum sínum og finnst mjög skrítið að við förum ALDREI með honum til Ástralíu að sjá dýrin, leiðinlegir foreldrar það.
Takk kærlega fyrir pakkana til strákanna og póstkortin. Þeir voru mjög ánægðir með það, Aron Hafliði þó aðallega ;)
Sorrý kommentleysið en við fylgjumst grannt með ykkur og ævintýrunum. Haldið áfram að njóta lífsins.
Styttist í að við sjáumst.
Söknum þín litla.
Kveðja Björn bróðir og fjölskylda.
knús til ykkar :0* frábært að fylgjast með ykkur, kv. HH
við í sjóminjasafninu eigum eitt eintak þarna og voru áhyggjufull þegar fréttir voru af miklum hitum og eldum í Ástralíu, en greinilegt að þið hafið sloppið að baka þar, gott mál, flottar myndir og skemmtilegt að fylgjast með ykkur, það væri alveg hægt að lána 1 stykki skip með stóru eldhúsi og borðsölum fyrir Thilensk nammi, fyrst fólk er líka að mennta sig í svona ferðalagi hlýtur það að skila sér heim á klakkann hehehe
kv tbee
Panta hérmeð matarboð í Bólstaðarhlíðinni við fyrsta tækifæri. Fariði vel með ykkur, bið að heilsa Laosvinum mínum. Bæ.
Elsku bestu mínar! Haldið áfram að njóta ykkar!
One love,
Thelma.
unaður sem þetta er alltaf hreint!
ég elzka bloggið ykkur næstum einum of mikið og skoða myndirnar eins og hina mesu ævintýramyndabók.
þið eruð æði.
og ég sakna ykkar.
og hlakka alltof mikið að fá ykkur heim..
sleik.
lof.
Post a Comment