Eins og titillinn gefur til kynna ta erum vid komnar til Laos og her er ljuft ad vera, allavega enn sem komid er.
Ferdalagid hingad tok tima sinn og var kannski ekki tad taegilegasta sem vid hofum upplifad en nu thegar hofum vid nanast gleymt teim thjaningum.
Fra Chiang Mai forum vid til Chiang Rai og gistum eina nott. Thar var ekki mikid ad sja og var borgin eiginlega bara millilending adur en vid faerum til Laos.
Um half 7 a laugardagsmorgun hofst ferdalag okkar til Laos. Fyrst thurfti ad ferja okkur til landamaera Taelands og Laos. Til thess dugdi ekkert minna en VIP-bill fyrir prinsessurnar og tok su ferd ekki nema 1 og 1/2 tima. Eftir ad hafa fengid stimpil i vegabrefid okkar vorum vid fluttar yfir Mekong ana og inn i Laos vorum vid komnar. Ekki mikid mal thad. Tha attum vid eftir ad fa vegabrefsaritun inni landid. Vid turftum nu bara ad brosa og borga og vid vorum frjalsar ferda okkar.
Tha tok vid batsferd a svokolludum Slow boat (rettnefni thad) eftir anni Nam Khong fra Hauxai til Luang Prabang. Ferdin oll tok tvo daga, 6 tima annan daginn og 7 tima hinn. A midri leid var stoppad i litlum bae vid ana thar sem ibuar hafa lifsvidurvaeri sitt af komu ferdamanna. I thessum litla bae var sumse ekkert annad en nokkrir veitingastadir og gistihus. Tad besta er ad tar var rafmagnid tekid af klukkan 22:30 svo vid thurftum ad gjora svo vel ad vera komnar heim i bol fyrir tann tima. Reyndar ekki mjog erfitt fyrir okkur sem hofum verid duglegar mjog ad fara ad sofa a skikkanlegum tima.
Ferdin hefdi verid fullkomin ef ekki hefdi verid fyrir haesnaprikin sem vid thurftum ad sitja a. Bekkirnir voru greinilega ekki hannadir fyrir feita vestraena rassa og ma segja ad teir hafi verid verri en verstu kirkjubekkir heima og ta er nu mikid sagt. Af og til gleymdum vid tho thjaningum okkar enda umhverfid sem siglt var um mjog fallegt. Fjoll, hlidar, strendur og otal litil thorp sem madur getur vart imyndad ser ad nokkur madur geti buid i. Baturinn okkar vakti lika alltaf mikla athygli ibua vid anna og voru bornin dugleg ad oskra og veifa okkur og fullordna folkid gerdi hle a storfum sinum, sem var ymist veidi eda almenn bustorf, til ad fylgjast med okkur.
Luang Prabang er falleg borg undir fronskum nylenduahrifum. Her eru margar fallegar byggingar, hof, handverk og afskaplega afslappad andrumsloft enda er madur idullega kvaddur med ordunum ,,taktu tvi rolega". Tad getur madur svo sannarlega gert her.
I dag hofum vid farid a Thjodminjasafn Laosbua sem er i gamalli holl her, skodad elsta hof (Wat Xieng Thong) borgarinnar sem jafnframt er sagt ad se hid mikilfenglegasta. Vid gengum einnig upp a litla haed, i midri borginni, tar sem er annad hof (Wat That Chomsi) og einstaklega fallegt utsyni yfir alla borgina. Gangan upp tok orlitid a enda vid ekki i besta forminu. Okkur thotti tho gratlegast ad sja unga konu hlaupa upp troppurnar med barn i fanginu. Tha akvadum vid ad vid turfum ad taka okkur a. Ad lokum forum vid a syningu um menningu, sidi og hefdir i landinu.
Hofum tvi verid ansi menningalegar og duglegar i dag.
I kvold verdur svo frjals timi a markadnum enda mikid haegt ad skoda tar og versla (nog plass eftir i bakpokunum) :)
A morgun holdum vid afram ferdalaginu og tokum rutu til Vang Vieng tar sem vid eigum eftir ad bralla eitthvad skemmtilegt.
Bidjum ad heilsa ollum heima.
Kv. Saeja, Ingibjorg og Margret.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ohh ... þetta er svo sweet eitthvað hjá ykkur! Munið að fara í 10 metra róluna sem tekur við bráðlega og sveifla ykkur útí eins og enginn væri morgundagurinn!
Love you longtime (eins og þið hafið líklega heyrt sagt í Taihlandi)!
haha þeir eru svo miklir snillingar í Laos, á einum stað er rafmagnið tekið af 21:30 takk fyrir pent! Njótiði lystisemdanna, það gerist ekki mikið ódýrara á þessum síðustu og verstu haha... Knús!
Sælar stúlkur.
mikið öfunda ég ykkur af þessu lífi kanski í ellinni á ég eftir að fara í heimsreisu hver veit.
Fallegur kisinn á myndinni alltaf jafn falleg svona tigrisdýr.
ástarkveðja til ykkar allra
Sæju mamma
sælar
já njótið lífsins eins og þið getið.
Þetta hljómar allt jafn spennanandi og framandi hjá ykkur.
Mesta tilbreytingin hjá okkur er að ákveða í hvora kjörbúðina eigi að fara þennan daginn.
Kveðja frá DK
Oddný Sæjusys og co
Ohh Luang Prabang er einn af mínum uppáhalds stöðum í heiminum. Svo yndislegt allt e-ð!
Svo eruð þið líka þrjár af mínum uppáhalds:)
One love,
Thelma
Ég elllska Laos! Það gerist ekki mikið ljúfara og yndislegra! Já okkur Dísu brá þegar rafmagnið fór af 21:30 og allt var pitch dark og fullt af hænum undir kofanum okkar...hahaha, þetta er unaðslegt, njótið þess í botn elskurnar! Knús
Post a Comment