Sunday, March 22, 2009

Guilin

Jaeja vid erum eins og gloggir lesendur vita ennta i Kina. Kina sem hingad til hefur gert okkur ordlausar, hneyksladar, vandraedalegar, svangar, saddar, pirradar, gladar og vanar eeendalausri athygli.

Kinverjar eru ekki eins og folk er flest, tad er nokkud ljost, og hefur hegdun teirra, atferli og framkoma verid okkur frekar framandi. Flest sem ad okkur finnst vera okurteisi tykir bara mjog edlilegur hlutur i Kina. Her omar um goturnar hljodid i konum og korlum, ungum sem oldnum sjuga hraka nedan ur lungum adur en honum er svo skyrpt a gotuna. A tessa somu gotu fa svo born frameftir ollum aldri ad pissa tar sem teim hentar, t.d. girti ein 5 ara stelpa nidrum sig og pissadi a troppurnar a finu veitingahusi sem vid satum a i gaer. A tessum veitingastad bordudum vid svokallad Hot-pot tar sem vid fengum hraefnid hratt og eldudum tad i sjodandi potti a midju bordinu. Manni hitnadi svolitid vid tessa idju og nokkrir menn a stadnum voru ekki lengi ad vippa ser bara ur ad ofan. Svo vid gatum bara haft tad huggulegt med pissandi bornum og kollum a bumbunni medan vid gaeddum okkur a kjukling sem kom a bordid i naestum heilu lagi med haus og fotum... namm!

Nuna sitjum vid a risa netkaffi... eda netsal frekar, trodnum ad kinverjum i bardagaleikjum. Margir herna inni reykja og tad tykir ekkert mal ad losa sig bara vid osku og stubba beint a golfid. Reyndar reykja kinverjar eiginlega hvar sem er og tar sem teir eru stoppadir af kemur tad vidkomandi alltaf jafn mikid a ovart ad teir megi ekki reykja inni a veitingastodum, i lestum, i verslunarmidstodum osfr.

Eitt annad sem hefur vakid athygli okkar herna i Kina er mikill fjoldi af olettum konum, serstaklega herna i Guilin tar sem vid erum nuna. Fyrir utan tilheyrandi olettubumbu ma tekkja greyid olettu konurnar af fatnadinum sem taer klaedast. Taer eru flest allar i ljotum smekkbuxum eda mussum og allar eru flikurnar med barnamyndum a, bongsum eda teiknimyndapersonum. Eins og manni lidi ekki nogu illa med risabumbu framan a ser to ad Hello Kitty brosi ekki framan a ollum herlegheitunum. En tetta er kannski eitthvad sem mun na fotfestu heima a Islandi svo ad tid sem erud olettar (Telma) getid latid okkur vita ef vid eigum ad koma med eitthvad svona heim.

En tratt fyrir tetta er Kina hid finasta land... bara svolitid odruvisi. Vid erum nuna i borginni Guilin sem er einkum tekkt fyrir fallega umgjord kletta og haeda. I dag heimsottum vid helstu ferdamannastadi nagrennisins, sigldum a bambufleka hja Elephant Trunk Hill sem ur fjarlaegd sed litur ut eins og fill. Vid forum lika i Reed Flute Cave sem er storfenglegur hellir og sjalfur Nixon lysti honum rettilega sem holl. Meira vitum vid eiginlega ekki um stadinn tar sem turinn okkar for fram a kinversku... vid skildum to ad leidsogukonan var alltaf ad benda hopnum a redurtakn i hellamynduninni. Tad dugdi okkur.

Undir lok tursins turftum vid svo ad gjora svo vel og stilla okkur upp fyrir myndatoku. Hinir og tessir vildu mynd af ser med okkur og flossin bara blikkudu endalaust og vid brostum frekar stjorfu brosi. Vid vonum bara ad vid verdum landi okkar til soma i fjolskyldumynda-albumum kinverja um okomna framtid.

En hressar og katar erum vid og naesta stopp er Yangshou tangad sem vid forum i rutu a morgun. Yangshou er i sveitinni og planid er ad leigja okkur hjol og kikja a landbunad Kina undir leidsong sveitastulkunnar Ingibjargar. Hun hefur verid ad lesa ser til um hrisgrjonaraekt sidustu daga til ad geta fraett okkur almennilega og vid bidum spenntar.

Bestu kvedjur!

9 comments:

Anonymous said...

hmm en spes! ég skil núna betur þetta með lyktina sæsa mín:) hland og reykur . . ekki svo magnað.

njótið skrýtna kína mikið vel, þið komið heim bara eftir nooookkra daga. veiveivei!!!

Anonymous said...

Sælar allar
Ég hélt að allt væri svo formfast í Kína og öllu væri stjórnað þar.
Eiga þessar óléttu konur önnur börn eða er það ekki lengur þannig í Kína að hjón eigi bara eitt barn og það strák. Njótið vel þessara daga í Kína því það er svo stutt eftir hjá ykkur þar til þið komið heim. ´
Ástarkveðjur
S´æju mamma

Anonymous said...

Af skrifum ykkar að dæma er Kína allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér! Hlakka til að sjá myndir :)

Anonymous said...

Vá..þetta er spes og skemmtilegt. Mér finnst líka ógeðslega fyndið að þið séuð á leið í fullt af kínverskum fjölskyldumyndaalbúm.
Datt ykkur ekkert í hug að vippa ykkur úr að ofan þarna á heita veitingastaðunum?

Bestu kveðjur, Kristjana

Anonymous said...

Blogg ykkar gladdi mig mikið í kaffiandvöku minni á sunnudagskvöldi!

One love,
Thelma

Steinunn said...

Úff kínverjarnir huggulegir!
Ætlaði að segja eitthvað voða fyndið en það var of mikill rasistabrandari til að ég geti látið hann út úr mér á netinu...flissa bara með sjálfri mér, skamm Steinunn!
Hlakka til að fá þig Særún, kannski verður ófært á Akureyri og ég mæti í partýið;)

Anonymous said...

Je minn, það er aldeilis...nei maður bjóst nú einhvern veginn ekki við því að svona væru hlutirnir í Kína...en sjitt það er svo stutt í að þið komið heim! Ég tel dagana! Hafiði það unaðslegt þangað til elllskurnar!

Anonymous said...

Uuuu já síðasti ræðumaður var ég, Helena

Anonymous said...

Sælar elskurnar.
Ég veit að Ingibjörg mín verður ekki í vandræðum með að leiðbeina um landbúnað í Kínaveldi.
Er farinn að telja dagana þar til þið komið heim.

Bless elskurnar
Ingibjargar pabbi