Thursday, March 19, 2009

Shanghai

Ta erum vid komnar til Kina. Flugum fra Bangkok a manudaginn sidasta, hressar sem aldrei fyrr og tilbunar ad takast a vid sidasta hluta ferdarinnar.

Shanghai er stor borg og her er mikid af folki. Heimamenn vilja meina ad tad se of mikid af tvi. Vid vitum svo eiginlega ekki hvad heimamenn hafa sagt meira vid okkur tar sem teir tala afskaplega litla ensku og vid enga kinversku. Samskipti okkar a milli fara tvi fram med bendingum, einhverskonar taknmali, stoku ordum og med hjalp ordalistans i Lonely planet. Tetta hefur to gengid furdu vel hingad til.

Vid leigdum litla ibud her i fjorar naetur og er hun a 30. haed med aedislegu utsyni yfir borgina, ad kvoldlagi allavega. Yfir borginni liggur mikid mistur a daginn og hun tvi frekar gra a ad lita en ljosadyrdin a kvoldin gerir hana fallegri.
Eigandi ibudarinnar og ,,enskumaelandi" vinur hans toku a moti okkur afskaplega stressadir badir tveir. Hlutverk enskumaelandi gaursins var ad utskyra allt fyrir okkur og adstoda okkur med tad sem turfti og var hann svona lika sleipur i enskunni. Svo godur ad hann setti uta enskukunnattu okkar. Hann sagdi okkur t.d. ad hann hefdi buid i ,,norsku" og eftir fyrstu nottina spurdi hann hvernig vid hefdum sofid sidustu viku.

Kinverjar eru ansi duglegir vid ad gera meira ur hlutunum en naudsynlegt er. Vid turftum tess vegna ad fara a logreglustod, innan solarhrings fra komu okkar til Shanghai, til ad skra busetu okkar i borginni. Sma vesen fyrir tann stutta tima sem vid dveljum her en sem betur fer komu felagar vorir med okkur og sau um tetta.

Tratt fyrir ad staersta mall Asiu se her i borginni ta hofum vid, otrulegt en satt, ekki bara hangid i tvi. A tridjudaginn forum vid ad skoda afar gamlan gard sem er her i midri borginni og er typiskur kinverskur gardur med tilbunum tjornum, klettum, fullt af plontum og bekkjum til ad sitja a og sotra teid sitt. Tad var afskaplega notalegt ad rolta um gardinn i rolegheitum og ekki amalegt ad hafa svona afdrep i midri storborginni.
A eftir settumst vid inna elsta tehus Shanghai og sotrudum te eins og finustu domur. Adur en vid gatum hafist handa for fram afskaplega fin ,,te-serimonia" sem snerist um ad hella tei a milli bolla og sulla vel framhja. Skemmtilegt tad. Teid var gott og drukkum vid fyrir allan peninginn enda aetladi blessud afgreidsludaman aldrei ad haetta ad hella i bollana okkar.

Vid tokum vel verdskuldadan hvildardag i gaer og lagum heima og horfdum a dvd. Her i Kina er i mikill bissness i ad selja allskyns gervivorur og eru dvd myndir tar a medal. Allstadar er folk sem vill selja okkur gossid sitt. Tau mega hinsvegar ekki selja tad a gotum uti og leida mann tvi i ,,budirnar" sinar sem eru oftar en ekki i einhverjum nidurniddum bakhusum. Vid forum i eitt slikt. Heldum a timabili ad tad yrdi okkar sidasta tegar vid vorum leiddar upp einhvern ohrjalegan stiga og inn i herbergi sem var ta fullt af alls kyns eftirlikingarvorum.Tar gatum vid keypt nokkrar myndir en to ekki nog og vorum vid ta leiddar a annan stad. I tad skiptid var tad dimmt husasund svo loggan saei okkur ekki. Skemmtilegt aevintyri tetta.
Engar ahyggjur foreldrar okkar, vid vorum aldrei i haettu.

Kinverjum, morgum hverjum, finnst vid afskaplega merkilegar a ad lita. Liklega er tad otruleg fegurd okkar sem fangar auga teirra fyrst og fremst. Nokkrar konur fengu t.d. mynd af ser med Margreti og Ingibjorgu og Ingibjorgu var svo likt vid Barbie dukku. Tad er heldur ekki litid starad a okkur og greinilegt ad folk er ad tala um okkur, stundum flissar tad meira ad segja. Vid teljum tetta allt vera jakvaeada athygli.

I dag hofum vid traett gotur Shanghai. Eins gott ad hreyfa sig eitthvad i dag tar sem vid setjumst i lest kl. 5 a morgun og verdum i henni i ruma 22 tima. Forinni er heitid til borgarinnar Guilin tar sem vid verdum i 2 daga.

9 comments:

Anonymous said...

Vá þið eruð allar eins og Barbíe, bara sætari!
Takk Sæja fyrir að blogga! Ég met það mikils, að þú nýtir tímann í það, sem hinar nota í að cybe-kela við kærastana sína!
Vúú!

Nítján dagar í ykkur elskurnar.

One love,
Thelma

Anonymous said...

Það er svo gaman þegar þið bloggið.
Ég fékk samt illt í lofthræðsluna þegar ég hugsaði um ykkur á 30. hæð! ojojoj.
Njótið síðustu daganna:) rooosa stutt eftir!

ást og söknuður:* SF

Anonymous said...

Love it! Habba

Anonymous said...

unaðslegt:D Unaður! Ykkar, Stjana

Anonymous said...

Fegurðin fer alla vega ekki á milli mála. En mér datt nú í hug hvort að þú værir ekki nógu hávaxinn til að fá að vera með í myndatökun Sæja mín.

En getur maður leyft sér það að horfa á DVD þegar maður er komin alla leið til Kína?

Njótið það sem eftir er ferðarinnar. Verst að ég verð í London 5 apríl en ekki þann 7.
Kveðja Oddný

Anonymous said...

Hæhæ litla Barbie og co.
Við hérna hinumegin erum farin að sakna þín og hlökkum mikið til að fá þig heim. Takk kærlega fyrir kortin til strákanna :)
Kveðja í bili Björn bróðir og co.

Anonymous said...

Váá þetta er uppleevelsi! og ekki er þetta í fyrsta sinn sem Ingibjörg vekur athygli fyrir útlit sitt í Kína!

Ég vil hins vegar benda á að ég er líklega eina vinkonan sem ekki hef fengið sms eða sent póstkort og það lætur mig fella tár í koddann á hverju kvöld... jahá! Engin pressa, bara athugasemd

Anonymous said...

nú veit ég ekki hver var að grenja hérna fyrir ofan en ég vil hughreysta manneskjuna með því að segja henni að ég hef ekki heldur fengið sms eða kort.. en þó fengið krot á vegginnn minn sem að gleður.

loxisn loxins er maður farin að telja niður í dögum en ekki vikum. hlakka ó svo mikið til að knúsa ykkur allar í klessu.

(k)lof
Linda.

Þórdís Edda said...

Haha, ég hélt ég myndi deyja úr hlátri yfir því að þyrftuð að fara á löggustöðina til að skrá búsetu! Óborganlegt:) Og fyrst fólk er byrjað að væla þá hef ég ekki heldur oltið um póstkortin en ég man reyndar ekki hvort ég sendi ykkur einhver á sínum tíma;)
Knús í austrið!