Wednesday, March 25, 2009

Yangshou

Gott folk

Tad ma segja ad her i Yangshou seum vid a heimaslodum. Gistum i adalturistagotunni tar sem endalaust af doti er til solu, veitingastadir, hotel og allt sem hugurinn girnist fyrir vestraena ferdamenn. Veitingastadirnir bjoda uppa vestraenan mat og vid getum valid um alls konar morgunmat sem er yndislegt. Erum serstaklega hrifnar af enskum morgunverdi, jogurt med avoxtum og musli eda hafragraut med avoxtum.

Fyrsta daginn okkar var um fatt annad ad raeda en ad skella ser i kinverskt nudd tar sem vid hofdum gengid med taepa 20 kg pokana okkar a bakinu fulllengi. Axlirnar lidu fyrir tad og veitti ekki af godu nuddi. Nu tad er skemmst fra tvi ad segja ad tad gerdi mismikid gagn tar sem nuddararnir okkur voru misgodir. Urskurdum vid her med thailenska nuddid nudd ferdarinnar enda var farid nokkrum sinnum i tad tar i landi.

I gaer forum vid i ferd til Longsheng, Longji svaedisins sem er uppi i fjollum og heimamenn hafa um aldir alda utbuid stalla i hlidarnar fyrir hrisgjronaraektun sina. Folkid hefur turft ad adlaga sig adstaedum og utbua slikt tvi ekki er mikid um flatlendi tarna. Ef horft er nidur hlidarnar ma sja rondott landslag sem stafar af tessum raektunarsvaedum. Mjog fallegt a ad lita jafnt sumar sem vetur. Frekar erfitt ad lysa tessu med ordum en tid erud svo heppin ad tid faid myndir med til utskyringa.

Fjoldi thorpa og thjodernishopa eru a svaedinu og fengum vid ad heimsaekja thorp Yao folksins. Tar er frekar mikil fataekt en heimamenn geta to eitthvad graett a turistunum sem koma i hronnum. Thratt fyrir landnytni mikla dugir hrisgjronaraektunin ekki fyrir heimamenn en teir fa styrk fra rikisstjorninni til hrisgrjonakaupa.

Byrjudum vid a ad fara a heimili einnar fjolskyldu en yfirleitt eru tau triggja haeda tar sem a jardhaed er bufenadur hafdur, hibyli folksins a midhaedinni og a teirri efstu eru raektunarafurdis s.s. mais, kartoflur og hrisgrjon.
Tvinaest forum vid i felagsheimilid og fengum heljarinnar syningu med donsum og mjoroma song nokkurra kvenna. Rusinan i pylsunni var svo syning a hari kvennanna en taer eru tekktar fyrir sitt sida har sem er ekki klippt nema svona einu sinni eda tvisvar a aevinni. Vid erum ekki alveg vissar med slik smaatridi tvi stundum var eilitid erfitt ad skilja ensku leidsogumannsins og syningarstjorans. Taer eru med har jafnsitt ser og vefja tad um hofudid og baeta einnig vid svipad sidu harinu sinu sem var klippt af teim fyrr um aevina. Eru taer tvi med um 2-3 metra har vafid um hofudid.
I enda syningar stodu konurnar sitthvoru megin vid utgongudyrnar og toku gestir skot af einhvers konar vini, liklegast hrisgrjonavini, og hlupu i gegn um kvennagongin. Tad sem var aesilegast og vakti mestu lukkuna var ad kellurnar klipu i rassa folksins. Vorum vid heldur betur upp med okkur eftir ad fjoldi gamalla og halftannlausra kellinga voru bunar ad klipa okkur i rassinn.


I dag leigdum vid okkur hjol og hjoludum eins og vindurinn um sveitir Yangshou. Margret og Saerun tvimenntu a hjoli og voktum vid athygli hvar sem vid forum fyrir thokka og fegurd. Voru tad einkum blomsveigarnir um hofud okkar sem gerdu mikid fyrir okkur. Enda saum vid ad vid hofdum verid tiskubrautrydjendur tegar hopur japanskra turista sem vid hofdum hjolad framur var allur kominn med blomsveiga stuttu sidar! La leid okkar ad tunglhaedinni og medfram Yu long anni en rammi arinnar er pryddur fjollum og haedum margskonar.

A morgun munum vid svo fara aftur til Guilin og taka lest til naesta afangastadar, Xian. Tess ma geta ad lestarferdin mun taka um 27 tima og bidum vid spenntar. Vid aetlum ad tessu sinni ad reyna ad vera eins og locallinn (heimamenn, Kinverjar) og taka med okkur risa skyndinudlubox sem nesti.

Erum bunar ad setja inn myndir sem tid getid skemmt ykkur yfir og notid.

Bidjum vel ad heilsa

Ingibjorg og stelpurnar

P.s. Saerun a hros skilid fyrir ad setja inn allar myndir ferdarinnar, i mishradvirkar og skiljanlegar tolvur.

6 comments:

Anonymous said...

Ég er nú ánægð með að fólkið getur flísalagt eldhúsið hjá sér;)
Ekki alveg til í að vera í húsinu með "góðu" undistöðunum;)
En mikið hlakkar mig til þegar þið komið heim;)
Njótið síðustu viknanna í Kína :D

kv. Alla

Anonymous said...

Rosa fáir dagar í fegurð ykkar og ferskleika! Þið munið svo sannarlega ýfa okkur baugafólkið upp! Ég er að minnsta kosti grá með bauga og úfið ljótt úr-sér-vaxið hár og sef ekki fyrir stressi og spenningi og látum!

En hver þarf þess svossum?

One love,
Thelma

Anonymous said...

Vááááá ég er að ellllska myndirnar úr Kína, maður verður klárlega að skella sér þangað einhvern tímann! Knús elskurnar...og það styttist enn!!!!

Anonymous said...

Sælar

Var nú búin að lofa að kommenta.
En annars er ég löngu hætt að öfundast út í flotta náttúru og framandi menningu sem verður á leið ykkar. Það gerir mann bara leiðann. En ég gæti nú þegið eitthvað af þessum freknum sem þið hafið fengið. Við hér erum farin að þrá smá vor.

Kveðjur frá Danmörku
Oddný

Anonymous said...

ohh stelpur, myndirnar eru yndislegar! Mikið hlakka ég til að fá ykkur heim.
ástar og unaðs kveðjur
Kristjana

Anonymous said...

loksins kemst ég í tölvu sem ég getverið með upp í sófa til að skrifa ykkur smá. Við hlökkum óskaplega til að fá ykkur heim.Njótið síðustu vikunnar vel í Kína og endilega lítið á staðinn þar sem strákarnir okkar unnu silfrið í Peking.
ástarkveðja
Sæju mamma.