Friday, March 13, 2009

Yndislega Kambodia

Jaeja jaeja saelir lesendur godir... vid vonum ad tad se alveg ennta einhver sem fylgist med aevintyrum okkar to frasagnirnar lengist og vid folnum eftir hverri mynd sem birtist. Tessi faersla verdur amk ekki su stysta, svo komid ykkur vel fyrir.

Nuna erum vid bunar ad eiga taeplega viku i Kambodiu. Flugum fra Vientiane snemma a laugardagsmorgni beint til Phnom Penh. I Phnom Penh fundum vid okkur gistiheimili "lakeside" naerri midborginni. Tetta er i annad sinn sem vid dveljum "lakeside", sidast var tad hja Joey vini okkar a Ao Nang i Taelandi vid vatnid sem reyndist vera tomur grunnur. Tetta vatn var mun voldugra ad staerd en ekki mikid meira spennandi, drullubrunt med fataektarhverfi borgarinnar i kring. En Happy Guesthouse nr. 11 var hinn finasti stadur. Eigendurnir voru eins og abyrgustu foreldrar fyrir alla ferdalangana sem gistu tarna, reddudu manni ollu sem vantadi og hengdu upp mida ut um allt hus til ad vara vid tvi ad neyta eiturlyfja tvi tad er daudasok herlendis. Reyndar komust vid ad tvi adeins seinna ad tessar advaranir voru bara auglysing fyrir hasssolu stadarins. Vid attum tvi ljuf kvold, liggjandi i hengirumum, horfandi a solina setjast a brunt vatnid medan hassreykurinn lidadist um gistihusid (engar ahyggjur vid letum tad vera, enda litill ahugi a ad lenda i Kambodisku fangelsi).

Tad fyrsta sem vid gerdum i Phnom Penh var ad fara med einka-tuktuk bilstjoranum a markad og kaupa 50 kg ad hrisgrjonum, baekur, liti, sapur og tannkrem og fara med a Lighthouse munadarleysingjahaeli sem er rekid i utjadri borgarinnar. Tar bua um 90 born med starfsfolki. Bornin eru a aldrinum 3-18 ara og toku vel a moti okkur. Husnaedi og adstada var nu ekki til ad hropa hurra fyrir en krakkarnir voru katir og litu vel ut. Auk tess ad ganga i almennan skola halfan daginn fa tau tar ad auki kennslu i ensku, japonsku og fronsku tannig ad vid gatum vel spjallad vid tau og leikid. Vid vorum voda sattar vid okkur ad hafa farid med heil 50 kg ad grjonum til teirra en komumst svo ad tvi ad tad dugar ekki nema einn dag ofan i allt tetta lid! En engu ad sidur var tetta mjog anegjuleg ferd og godverk tess dags.

Naestu tvo daga heimsottum vid svo helstu stadi borgarinnar. Vid skodudum konungshollina og Silfur Pagoduna sem eru rosalega fallegar og yfirtyrmandi iburdamiklar byggingar i fallegum gardi, roltum milli godgerdaverslana og markada og reyndum ad botna eitthvad i skipulagi borgarinnar sem virdist vera oskaplega flokid ad morgu leyti. Umferdin er t.d. algjor chaos, tad virdir enginn bidskyldu eda gangbrautir heldur beygja bara allir tegar teim hentar og sikksakka a moti umferd. Sem betur fer er folk adallega a motorhjolum og scooterum svo tetta virdist ekki alveg eins haettuleg- en er oftar en ekki halfgert brjalaedi. Serstaklega tegar madur fylgist med 5 manna fjolskyldu a einu hjoli og kannski eitt stykki hrisgrjonapoka bara taka u-beygju a moti umferd an tess ad svitna.

En tad sem situr eftir heimsoknina eru heimsoknir okkar a stadi tengda yfirradatima Raudu Khmeranna. Vid heimsottum fyrrverandi fangelsi, S-21, sem er i borginni tar sem fangar voru fangelsadir og pyntadir hryllilega oft manudum saman adur en teir voru drepnir. Meirihluti fanganna sem let lifid i S-21 voru menntafolk eda aettingjar teirra, folk sem notadi gleraugu, var grunad um einhversskonar svik vid flokkinn eda hofdu starfad fyrir fyrrverandi rikisstjorn landsins. Fangelsid er i fyrrverandi skolabyggingum og nuverandi safn var opnad naestum strax og Raudu Khmerarnir voru reknir ur borginni 1979 til tess ad syna heiminum fram a vodaverkin. Safnid er ad morgu leyti hratt og litid buid ad vinna i umgjord tess. I sumum fyrrverandi fangaklefum er to buid ad setja upp ljosmyndasyningar og upplysingaspjold um tessa hryllilegu sogu og tad eru orrugglega fair sem ganga tadan ut osnortnir. I kjolfarid forum vid svo a Killing Fields rett fyrir utan Phnom Penh tar sem 20 tusund manns voru teknir af lifi og grafnir i risastorum fjoldagrofum.
A Killing Fields midjum stendur minnismerki um vodaverkin, 10 haeda glerskali med teim hauskupum sem fundist hafa og einnig fatnadi. Beinin liggja ennta ad miklum hluta grafin a svaedinu og tad var svolitid sjokkerandi tegar leidsogumadurinn okkar benti okkur a bein og fatnad sem stod upp ur jordinni tar sem vid gengum. Rigningartiminn skolar alltaf nyjum og nyjum beinum upp a yfrbordid og tau munu aldrei finnast oll. Tad tok svolitid a ad labba um og sja tetta og otrulegt ad tad seu bara stutt 30 ar sidan tessi martrod atti ser stad.

Vid forum svo fra Phnom Penh nordur til Siem Reap tar sem hid fraega Angkor Wat er. Fyrsta daginn okkar her forum vid og horfdum a solsetrid uppi a hofi rett hja Angkor Wat og tad var nu ekki tad ljotasta sem vid hofum sed. Tad voru reyndar fleiri sem hofdu fengid somu hugmynd og vid tannig ad tessari fogru syn fengum vid ad deila med oteljandi odrum ferdamonnum.

I gaer tokum vid svo heilan dag i ad fara um helstu hofi og byggingar i kringum Angkor Wat undir styrkri leidsogn nyjasta einka-tuktuk bilstjorans okkar, hans Long. Vid endudum svo a tvi ad skoda sjalft Angkor Wat. Samkvaemt Lonley Planet tekur tad 2 daga lagmark ad aetla ser ad skoda tetta svaedi og margir kaupa ser viku passa til ad na ollum herlegheitunum. Vid tokum tetta a slettum 4 timum og settum orugglega tar med Angkor Wat met. Greyid Long var tunnur og kunni ekki alveg ad meta hvad vid vorum fljotar ad snua aftur ur ollum tessum hofum, hann nadi sama og ekkert ad leggja sig...

I dag sigldum vid svo um Chong Khneas sem er fljotandi torp a Tonle Sap vatni. A tessu vatni, sem er risastort, eru meira hundrad fljotandi torp og um 80 tusund manns sem bua i teim. Ibuarnir hafa atvinnu af fiskveidum a vatninu og bua vid vaegast sagt fataeklegar adstaedur. Lifslikur folksins eru adeins 52 ar, 12 % barna na ekki 5 ara aldri og helmingur teirra sem lifa er vannaerdur. En rikid rekur skola fyrir bornin og i torpinu er lika korfuboltavollur, katholsk kirkja, hof og fleira. Vid personulega vaerum ekki svo mikid til i ad bua vid dokkbrunt vatnid sem ollum urgangi er sturtad i, i husum reistum a bambus og med ekkert rennandi vatn. En vid erum kannski bara of godu vanar...

A morgun forum vid svo til Bangkok tadan sem vid eigum flug a manudagsmorgun til risans i austri- Kina!

Settum inn nyjar myndir sem tid vonandi njotid- ekki eru vidfongin af verri endandum, enda heyrum vid tad endalaust her i Kambodiu hvad vid erum ungar og fallegar!

Kossar og kvedjur
Margret og Ingibjorg
(Myndirnar eru komnar inn en to er enginn texti vid taer. Hann kemur seinna. Taer tala svolitid sinu mali.)

9 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ

Takk fyrir þetta stelpur.
Er reyndar ekki búin að lesa ennþá en veit að efnið er gott eins og alltaf.
Styttir mér stund hér í tölvunni þar sem ég bíð í hægvirkri röð.

Kveðja Oddný sæjusys

Anonymous said...

þið eruð of góðu vanar, það er rétt. brúnt vatn og bambuskofar ætti bara að vera fínt fyrir ykkur!

sakna ykkar!

Unknown said...

Vá, þetta var saga Kambódíu 101, vel gert stúlkur!

Anonymous said...

unaðslegt pæjur! Þetta var góð saga:D
Kv. Kristjana

Anonymous said...

Var Sæja ekkert að senda kossa og knús til Íslands. Eða er hún upptekinn við eitthvað annað.
Flottar myndir frá ykkur.
ástarkveðja
Sæju mamma.

Anonymous said...

Oh, hvað er gaman að fylgjast með ykkur, frábærar myndir og skemmtileg frásögn..:-) Mikið lifandi skelfingar ósköp, myndi ég vilja vera í ykkar sporum.:-) Yljar mér mikið að lesa og skoða síðuna ykkar, veitir ekki af, þar sem að við erum að snjóa í kaf hér á Siglufirði.. kær kveðja, Hulda Ósk( Ingibjargar frænka)

Anonymous said...

Sælar elskurnar.
Alltaf jafn gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar.
Þið eruð frábærar.
Vonandi gengur allt vel á nýjum stöðum.
Góðar kveðjur að heiman.
Ingibjargar pabbi

Anonymous said...

Velkomnar til Kína:)
Verið nú duglega að labba upp á Kínamúrinn og gera eithvað skemmtilegt....þið farið alveg að koma heim í the real life;)

kv. Alla Sæjusys

Anonymous said...

okei ég er auli. ég þarf greinilega að lesa þessar leiðbeiningar þarna til hliðar. ég er alltaf að kommenta og það kemur ekki.. tja, það eða þið strokið það út því að þið hatið mig.

en um daginn, þá kommentaði ég hérna að þetta er í fyrsta sinn sem ég grenja yfir færslu frá ykkur. en það er sennilega bara því að ég er aumingi.

en ég fell nú ítrekað nokkuð tár þegar ég skoða myndirnar því að ég sakna ykkur ó svo mikið! núna er svo drullutussu stutt í að þið komið heim og ég er að elzka það heilann helling. pant knúsa ykkur ó svo mikið þegar þið komið!

lof