Monday, March 30, 2009

Xian

Ad tessu sinni skrifum vid fra uberflottu netkaffi i Xian. Ad tessu sinni (til tilbreytingar) er ekki fra morgu ad segja...

-Vid komum hingat til Xian i lest tar sem vid deildum mjog litlu plassi med 7 havaerum og eiturhressum kinverskum konum sem voknudu snemma og toldudu hatt.

-I Xian hofum vid att mjog erfitt med ad fordast tad ad borda a KFC og drekka Starbucks. Vid baettum ur tvi i dag og hofum gert fleiri en eina heidarlega tilraun til ad breyta tvi. Taer tilraunir hafa oft haft hraedilegar afleidingar fyrir bragdlauka okkar og skilning a rettu og rongu.

-I Xian er ennta starad a okkur hvert sem vid forum, stoppudum umferd i verslunarmidstod her um daginn medan vid matudum ulpur. Svo stukku allir til tegar vid forum og foru ad mata somu ulpur.

-I Xian er kalt en vid erum med nog ad hlyrabolum og stuttbuxum med i bakpokanum. Okkur er stundum kalt.

-Vid kiktum a Terracotta hermennina sem eru margir og frekar heitir. Mikilmennskubrjalaedi keisarans sem let reisa herinn hefur verid a frekar hau plani. Vid gengum um svaedid i mjog godu verdri og nutum dyggrar leidsagnar hinnar fogru Margretar sem var betri en nokkur local guide.

-Vid borgudum studentaverd til ad skoda hermennina med tvi ad syna okuskirteinin okkar og segja ad tau vaeru studentakort. Ingibjorg og Margret komust inn a sama okuskirteininu tar sem Kinverjar sja ekki mun a teim tveim hvort sem er.

-I dag forum vid eftir borgarmur sem umkringir midborgina, fin upphitun fyrir Kinamurinn i Peking. Vid aetludum ekki ad fara alla hringinn heldur bara rolta 3/4 i rolegheitum sem voru rumlega 7 km. Fljotlega nenntum vid ekki ad rolta meira og leigdum hjol enda taulvanar ad hjola um i Kina eins og lesendur vita. Kinverjarnir plotudu okkur einu sinni og vid turftum ad hjola allan hringinn bara til ad geta skilad hjolunum aftur. En vid saum bara meira fyrir vikid og verdum enn massadri tegar vid komum heim.

-Eftir hjolaturinn roltum vid um muslimahverfid sem er fraegt fyrir godan mat og godar kokur. Loksins fengum vid godan mat og sjaum ekki fram a ad fara neitt a KFC i dag. Godur dagur tad.

-Annad kvold tokum vid svo lest til Peking og eydum sidustu vikunni tar.

-Tad eru komnar inn nyjar og glodvolgar myndir.

Bestu kvedjur
Margret

9 comments:

Anna Friðrika said...

Viðbrögð mín við þessum blogglestri voru önnur en ég bjóst við...MIG LANGAR Í KFC! Það sem ég vil líka koma á framfæri: ÞAÐ ERU BARA 8 DAGAR Í YKKUR!

Njótið annars síðustu vikunnar - hér heima ríkir hvort eð er vetur og ringulreið líkt og þegar þið fóruð fyrir 3 mánuðum ;)

LOF,
Anna Friðrika

Anonymous said...

Þetta er æði :)
Gott að þið getið haft ykkur til og gert ykkur svoldið sætar þarna í Kína :)
Hlakka til að sjá ykkur á flugvellinum eftir 8 daga ;)
kv. Alla

Anonymous said...

Sé að þið hafið fjárfest svona myndarlega í adidas three-stripes peysum í útlandinu! Eru þær fake eða ekta? Eða hreinlega ekta fake?

Átta dagar, njommnjomm!

One love,
Thelma

Anonymous said...

Sælar

Fór nú svona aðeins að velta fyrir mér hvort það væri ljósa hárið eða pósurnar sem vekti athygli Kínverjanna. Ef þær eru margar eins og hvíldin á bekknum þá held ég að ég sé með svarið.

Nota svo tækifærið og skila kveðju frá aldraðri móður þinni sem liggur í sófanum heima. Ætli hún telji ekki niður dagana þangað til þú kemur heim.

Kveðja Oddný

Sæja said...

Thetta knus var nu alveg serstakt. Kinverjarnir fa ekki ad sja svona a hverjum degi. Eg hugsa ad tad se otruleg fegurd okkar sem veki athygli Kinverjanna eda hversu asnalegar vid erum. Veit ekki alveg.
Saeja

Anonymous said...

Frábært að fylgjast með ykkur og skoða myndirnar! Held ég vilji ekkert fá ykkur heim, miklu skemmtilegra að fylgjast með ykkur þarna ;) djók í brók

kv. Hildur

linda said...

drottinnjesúsáhimnum!! það er svo stutt í ykkur.. :D

Anonymous said...

sælar allar
Ég er nú að koma til í sófanum.
besti dagurinn í dag.
Ásta Flosadóttir gamli kennarinn ykkar úr MA bað kærlega að heilsa var hér í kaffi áðan.
ástarkveðja
Sæju mamma

Anonymous said...

kvitt og kossar á ykkur :* Skemmtið ykkur vel seinustu dagana....eða daginn! og gott flug heim.

Sólveig Ása